Erlent

Offita eykst í þróunarríkjunum

Freyr Bjarnason skrifar
Fjöldi fólks yfir kjörþyngd og þjáist af offitu í þróunarríkjunum hefur fjórfaldast.
Fjöldi fólks yfir kjörþyngd og þjáist af offitu í þróunarríkjunum hefur fjórfaldast. Nordicphotos/Getty
Fjöldi fólks sem er yfir kjörþyngd og þjáist af offitu í þróunarríkjunum hefur næstum fjórfaldast frá árinu 1980 og er kominn í tæpan einn milljarð, samkvæmt skýrslu bresku stofnunarinnar ODI.

Í skýrslunni kemur fram að einn af hverjum þremur jarðarbúum er yfir kjörþyngd og hvetja höfundar hennar ríki heims til að hafa meiri áhrif á mataræði almennings. Í Bretlandi eru 64 prósent fullorðinna yfir kjörþynd eða þjást af offitu. Í skýrslunni er spáð mikilli aukningu hjartaáfalla, heilablóðfalla og sykursýki í heiminum vegna þessarar þróunar.

Í heiminum öllum fjölgaði fullorðnum sem voru yfir kjörþyngd eða þjáðust af offitu úr 23 prósentum í 34 prósent á árunum 1980 til 2008. Mesta aukningin var í þróunarríkjunum, sérstaklega í löndum þar sem tekjuaukningin hefur verið að aukast eins og Egyptalandi og Mexíkó, samkvæmt frétt BBC.

Að mati ODI er ástæðan fyrir þessu breytt mataræði. Fólk borðar minna af morgunkorni og hrísgrjónum og meira af fituríkum mat, sykri, olíu og dýraafurðum.

Samtals eru 904 milljónir manna í þróunarríkjunum skilgreindar yfir kjörþyngd en fjöldinn var 250 milljónir árið 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×