Innlent

Fjórhjólamaður slasaðist á Búrfelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slasaðist á öxl.
Slasaðist á öxl. Vísir
Maður slasaðist á öxl þegar hann var á ferð á fjórhjóli efst á Búrfelli í Þjórsárdal á ellefta tímanum í morgun en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitir af Suðurlandi voru kallaðar til aðstoðar sem og sjúkraflutningalið frá Selfossi.

Sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitinni Eyvindi á Flúðum á slysstað þar sem hlúð var að manninum og honum komið í björgunarsveitabíl sem flytur hann í sjúkrabíl er bíður á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×