Þetta kemur fram í grein franska blaðsins L'Équipe þar sem listaðir eru upp fimm verstu flutningar á franska þjóðsöngnum fyrir knattspyrnuleiki.
Kristín Jónsdóttir, íslensk kona sem búsett er í París, vakti athygli á greininni á Facebook-síðu sinni, en tilefni blaðsins er að ekki tókst að spila þjóðsönginn fyrir leik Frakklands og Hondúras á HM í Brasilíu.
Í grein L'Équipe er sagt að fenginn hafi verið maður í smóking ásamt píanóleikara til að flytja þjóðsönginn. Hann hafi verið alvarlegur er hann söng La Marseillaise á svo slakri frönsku að leikmenn Frakklands gátu ekki stillt sig og hreinlega grétu af hlátri.
Eins og frægt er orðið endaði leikurinn, 1-1, en RíkharðurDaðason skoraði mark Íslands með skalla eftir aukaspyrnu RúnarsKristinssonar.


