Erlent

Ákvörðun hæstaréttar sögð ógna heilsu kvenna

Samúel Karl Ólason skrifar
Niðurstöðu hæstaréttar var mótmælt í Washington í dag.
Niðurstöðu hæstaréttar var mótmælt í Washington í dag. Vísir/AFP
Fyrirtæki í Bandaríkjunum geta notað trúarbrögð sem ástæðu til að komast undan því lagaskilyrði að gera getnaðarvarnir kvenna hluta af heilsutryggingum starfsmanna. Hæstiréttur landsins felldi dóm þar að lútandi í dag.

AP fréttaveitan segir frá þessu.

Fimm af níu dómurum komust að þessari niðurstöðu, en þetta er í fyrsta sinn sem rétturinn segir til að um að trúarskoðanir séu æðri alríkislögum í Bandaríkjunum. Þó tekur dómurinn fram að þetta á einungis við fyrirtæki sem stjórnað er af fáeinum einstaklingum.

Samkvæmt lögum sem tóku gildi árið 2012 féllu getnaðarvarnir undir það sem heilsutryggingar starfsmanna fyrirtækja verða að veita.

Hvíta húsið gaf út tilkynningu þar sem segir að úrskurðurinn heilsu kvenna og komi í veg fyrir að þær geti sjálfar tekið ákvarðanir um eigin heilsu.

Josh Earnest, talsmaður Hvíta hússins, sagði ríkisstjórnina vera að skoða hve margar konur verði af ókeypis getnaðarvörnum vegna úrskurðarins. Hann sagði einnig að þingið ætti reyna að koma þeim konum til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×