Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2014 12:18 Hallgrímur ásamt Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV. Vísir/GVA „Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
„Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag.
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03
Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03