Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2014 11:38 Lögreglan hefur vísað kvörtunum vegna langferðabifreiða í miðbænum til borgaryfirvalda og segir aðalvarðstjóri umferðardeildar málið liggja hjá borginni. „Þetta er í okkar huga ákveðið skipulagsvandamál,“ bætir hann við. Í síðustu viku fjallaði Vísir um rútuferðir í miðbænum í gær þar sem kom fram að fjölmargir íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað undan því að stórar rútur þræði þröng stræti í miðbænum. Dæmi eru um að rúturnar tefji umferð þegar þeim er lagt í einstefnugötum eða óbrotna línu. Rúturnar valdi þannig íbúum og öðrum sem eiga leið um miðborgina óþægindum. Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis og meðlimur í Samtökum ferðaþjónustunnar gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að heimila byggingu hótela í miðbænum án þess að það sé haft í huga hvernig rútur eigi að koma farþegum þangað. Hann kallar eftir auknu samstarfi við borgaryfirvöld. Íbúi við Þórsgötu og meðlimur í hverfisráði miðborgar er langþreyttur á rútuferðum í miðbænum kallar eftir því að borgaryfirvöld beiti sér meira í þessum málum.Hér er verið að afferma rútu í miðborginni.Lögreglan fylgist með „Við fylgjumst með rútuferðum í miðbænum, við gefum þessu gætur, sérstaklega þar sem búið að er að setja bann við umferð stórra bíla,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar. Hann segir að lögreglu hafi borist kvartanir frá íbúum miðborgarinnar. „Okkur hafa borist kvartanir frá íbúum vegna rútuferða í miðbænum. Það er þó ekki alltaf þannig að rútunum sé lagt ólöglega. Lögreglan er meðvituð um málið og við vitum að þetta getur og hefur valdið vandkvæðum. Sérstaklega þegar verið er að keyra sérstaklega stóra hópferðabíla í miðborginni.“ Umferð langferðabíla í miðborginni hefur verið takmörkuð, en Guðbrandur segir að merkingum hafi verið ábótavant í fyrstu og því hafi lögregla ekki getað gert mikið í málinu. Til dæmis hafi verið kvartað yfir umferð um Þórsgötu, en þar hafi verið hægt að keyra hliðargötur og þannig komast hjá því að keyra um svæði sem bannað var að aka á. Guðbrandur segir að lögreglunni hafi borist myndir frá íbúum þar sem þeir telja rútubílstjóra hafa verið að fara á skjön við lögin. „Við höfum fengið myndir af rútum, þar sem fólk telur að þeim hafi verið lagt ólöglega. Það má stöðva rútur við hægri brún og hleypa farþegum í og úr þeim, en þær mega auðvitað ekki tefja eða trufla umferð.“ Borgaryfirvöldum hefur verið gert viðvart vegna kvartana. „Við höfum vísað tilkynningum til borgaryfirvalda. Þetta er auðvitað ákveðið vandamál. Við höfum vísað kvörtunum til Reykjavíkurborgar og þar er verið að skoða hvort eigi að banna umferð hópbíla enn meira, eða setja einhverjar skorður á umferð þeirra um miðborgina. Þetta eru skipulagsmál Reykjavíkurborgarborgar. Það er verið að skipuleggja hótel og einhvern veginn þarf að vera hægt að koma farþegum þangað og sækja farþega. Þetta er í okkar huga svolítið skipulagsvandamál.“Hér er rúta í Þórsgötunni.Heildarmyndin ekki nógu skýr Haraldur Teitsson er framkvæmdastjóri hópferðabifreiðafyrirtækisins Teitur Jónasson og er meðlimur í Samtökum Ferðaþjónustunnar (SAF). Hann segir að mikill vilji sé hjá rútufyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustunni að koma á skýrri heildarmynd um umferð langferðabifreiða í miðborginni. „Ég vil ekki hljóma neikvæður, en það virðist sem að heildarmyndin sé ekki nógu skýr. Það þarf að koma skýrara skipulagi á þessa hluti. Það hefur verið mikið rætt saman, þá borgaryfirvöld og SAF, en lítið hefur gerst. Menn hafa skoðað og pælt en lítið gerst.“ Haraldur segir að krafan sé ekki að fá að fara inn um allar götur. „Við erum ekki að krefjast þess að fara inn alls staðar. Við viljum að settir verði upp ákveðnir staðir þar sem hægt er að hleypa fólki úr án þess að það verði truflun. Það þurfa að vera ákveðnir staðir – svokallaðir „höbbar“ þar sem þarf að vera hægt að leggja og þar þarf að gera eitthvað fyrir rúturnar. Það hefur ekki gerst,“ segir hann og heldur áfram: „En það þarf líka að hafa í huga að það þarf að þjónusta hótelin. Við furðum okkur á að það er verið að byggja stór hótel en svo er eins og það sé ekki haft í huga hvernig það eigi að koma gestunum þangað. Staðirnir sem við leggjum á þurfa að vera í gögnufæri við hótelin.“ Hann nefnir sérstaklega Hverfisgötuna í því samhengi, hún henti vel til þess að þjónusta ferðamenn og bendir Haraldur á að þar keyri strætisvagnar um. „Það ætti að vera hægt með nokkuð greiðum hætti að setja þessa „höbba“ upp þar en allt kostar þetta auðvitað peninga.“ Hann telur að það eigi að hafa nánara samstarf við eigendur og stjórnir hótela sem hafi oft góðar hugmyndir um aðgengi að sínum hótelum. Hér er rúta við Hverfisgötu.Mynd/KSÍbúum finnst þetta mikill ágangur Kári Sömundarson býr við Þórsgötu og situr í hverfisráði miðborgar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir íbúa í miðbænum vera orðna þreytta á umferð langferðabifreiða um þröngar götur. „Við þekkjum það bara erlendis frá að rútur mega ekkert keyra hvar sem er í miðborgum, sérstaklega ekki þessar stóru rútur,“ segir hann og bætir við: „Aðferðin sem borgin vill móta, að ég best veit, er að koma upp ákveðnum stæðum þar sem rúturnar geta stoppað og hleypt farþegum í og úr. Það hafa verið margir samráshópar, mikið fundað en enn hefur lítið gerst. Þó að ég tilheyri einum stjórnmálaflokki vil ég ekki benda á einhvern annan, þetta á í raun við alla. Það hefur enginn kjark í sér að segja: „Svona á þetta að vera og annað er bannað.““ Kári hefur verið í samband við lögreglu og segist oft hafa rætt við rútubílstjóra sem hafi lagt þannig að umferð raskist. „Maður er orðinn leiðinlegi maðurinn á Þórsgötunni,“ segir hann og hlær. Hann segir þó að honum finnist mikilvægt að benda á þessa hluti. Hann segir að íslensku þjónustuaðilarnir vilji þjónusta sína viðskiptavini sem allra best. „En um leið eru þeir að ganga á rétt annarra.“Hér er önnur rúta í miðborginni. Tengdar fréttir Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lögreglan hefur vísað kvörtunum vegna langferðabifreiða í miðbænum til borgaryfirvalda og segir aðalvarðstjóri umferðardeildar málið liggja hjá borginni. „Þetta er í okkar huga ákveðið skipulagsvandamál,“ bætir hann við. Í síðustu viku fjallaði Vísir um rútuferðir í miðbænum í gær þar sem kom fram að fjölmargir íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað undan því að stórar rútur þræði þröng stræti í miðbænum. Dæmi eru um að rúturnar tefji umferð þegar þeim er lagt í einstefnugötum eða óbrotna línu. Rúturnar valdi þannig íbúum og öðrum sem eiga leið um miðborgina óþægindum. Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis og meðlimur í Samtökum ferðaþjónustunnar gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að heimila byggingu hótela í miðbænum án þess að það sé haft í huga hvernig rútur eigi að koma farþegum þangað. Hann kallar eftir auknu samstarfi við borgaryfirvöld. Íbúi við Þórsgötu og meðlimur í hverfisráði miðborgar er langþreyttur á rútuferðum í miðbænum kallar eftir því að borgaryfirvöld beiti sér meira í þessum málum.Hér er verið að afferma rútu í miðborginni.Lögreglan fylgist með „Við fylgjumst með rútuferðum í miðbænum, við gefum þessu gætur, sérstaklega þar sem búið að er að setja bann við umferð stórra bíla,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar. Hann segir að lögreglu hafi borist kvartanir frá íbúum miðborgarinnar. „Okkur hafa borist kvartanir frá íbúum vegna rútuferða í miðbænum. Það er þó ekki alltaf þannig að rútunum sé lagt ólöglega. Lögreglan er meðvituð um málið og við vitum að þetta getur og hefur valdið vandkvæðum. Sérstaklega þegar verið er að keyra sérstaklega stóra hópferðabíla í miðborginni.“ Umferð langferðabíla í miðborginni hefur verið takmörkuð, en Guðbrandur segir að merkingum hafi verið ábótavant í fyrstu og því hafi lögregla ekki getað gert mikið í málinu. Til dæmis hafi verið kvartað yfir umferð um Þórsgötu, en þar hafi verið hægt að keyra hliðargötur og þannig komast hjá því að keyra um svæði sem bannað var að aka á. Guðbrandur segir að lögreglunni hafi borist myndir frá íbúum þar sem þeir telja rútubílstjóra hafa verið að fara á skjön við lögin. „Við höfum fengið myndir af rútum, þar sem fólk telur að þeim hafi verið lagt ólöglega. Það má stöðva rútur við hægri brún og hleypa farþegum í og úr þeim, en þær mega auðvitað ekki tefja eða trufla umferð.“ Borgaryfirvöldum hefur verið gert viðvart vegna kvartana. „Við höfum vísað tilkynningum til borgaryfirvalda. Þetta er auðvitað ákveðið vandamál. Við höfum vísað kvörtunum til Reykjavíkurborgar og þar er verið að skoða hvort eigi að banna umferð hópbíla enn meira, eða setja einhverjar skorður á umferð þeirra um miðborgina. Þetta eru skipulagsmál Reykjavíkurborgarborgar. Það er verið að skipuleggja hótel og einhvern veginn þarf að vera hægt að koma farþegum þangað og sækja farþega. Þetta er í okkar huga svolítið skipulagsvandamál.“Hér er rúta í Þórsgötunni.Heildarmyndin ekki nógu skýr Haraldur Teitsson er framkvæmdastjóri hópferðabifreiðafyrirtækisins Teitur Jónasson og er meðlimur í Samtökum Ferðaþjónustunnar (SAF). Hann segir að mikill vilji sé hjá rútufyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustunni að koma á skýrri heildarmynd um umferð langferðabifreiða í miðborginni. „Ég vil ekki hljóma neikvæður, en það virðist sem að heildarmyndin sé ekki nógu skýr. Það þarf að koma skýrara skipulagi á þessa hluti. Það hefur verið mikið rætt saman, þá borgaryfirvöld og SAF, en lítið hefur gerst. Menn hafa skoðað og pælt en lítið gerst.“ Haraldur segir að krafan sé ekki að fá að fara inn um allar götur. „Við erum ekki að krefjast þess að fara inn alls staðar. Við viljum að settir verði upp ákveðnir staðir þar sem hægt er að hleypa fólki úr án þess að það verði truflun. Það þurfa að vera ákveðnir staðir – svokallaðir „höbbar“ þar sem þarf að vera hægt að leggja og þar þarf að gera eitthvað fyrir rúturnar. Það hefur ekki gerst,“ segir hann og heldur áfram: „En það þarf líka að hafa í huga að það þarf að þjónusta hótelin. Við furðum okkur á að það er verið að byggja stór hótel en svo er eins og það sé ekki haft í huga hvernig það eigi að koma gestunum þangað. Staðirnir sem við leggjum á þurfa að vera í gögnufæri við hótelin.“ Hann nefnir sérstaklega Hverfisgötuna í því samhengi, hún henti vel til þess að þjónusta ferðamenn og bendir Haraldur á að þar keyri strætisvagnar um. „Það ætti að vera hægt með nokkuð greiðum hætti að setja þessa „höbba“ upp þar en allt kostar þetta auðvitað peninga.“ Hann telur að það eigi að hafa nánara samstarf við eigendur og stjórnir hótela sem hafi oft góðar hugmyndir um aðgengi að sínum hótelum. Hér er rúta við Hverfisgötu.Mynd/KSÍbúum finnst þetta mikill ágangur Kári Sömundarson býr við Þórsgötu og situr í hverfisráði miðborgar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir íbúa í miðbænum vera orðna þreytta á umferð langferðabifreiða um þröngar götur. „Við þekkjum það bara erlendis frá að rútur mega ekkert keyra hvar sem er í miðborgum, sérstaklega ekki þessar stóru rútur,“ segir hann og bætir við: „Aðferðin sem borgin vill móta, að ég best veit, er að koma upp ákveðnum stæðum þar sem rúturnar geta stoppað og hleypt farþegum í og úr. Það hafa verið margir samráshópar, mikið fundað en enn hefur lítið gerst. Þó að ég tilheyri einum stjórnmálaflokki vil ég ekki benda á einhvern annan, þetta á í raun við alla. Það hefur enginn kjark í sér að segja: „Svona á þetta að vera og annað er bannað.““ Kári hefur verið í samband við lögreglu og segist oft hafa rætt við rútubílstjóra sem hafi lagt þannig að umferð raskist. „Maður er orðinn leiðinlegi maðurinn á Þórsgötunni,“ segir hann og hlær. Hann segir þó að honum finnist mikilvægt að benda á þessa hluti. Hann segir að íslensku þjónustuaðilarnir vilji þjónusta sína viðskiptavini sem allra best. „En um leið eru þeir að ganga á rétt annarra.“Hér er önnur rúta í miðborginni.
Tengdar fréttir Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08