Heildarsektin tæp hálf milljón: Skiluðu bílnum niðurlútir og fóru í vörn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. september 2014 12:31 Rúnar Ólafsson (t.h.), flotastjóri bílaleigunnar 4x4 Iceland Car Rental, var ekki sáttur með þær skemmdir sem glannaaksturinn hafði í för með sér. „Já bíllinn var töluvert skemmdur. Hann var allur sandblásinn að neðan,” segir Rúnar Ólafsson, flotastjóri 4x4 Iceland Car rental, en bíll á þeirra vegum vakti athygli í síðustu viku þegar ferðamenn léku sér að því að keyra hann glannalega á Sólheimasandi. Aksturinn náðist á myndband sem hefur gengið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Mennirnir greiddu 250 þúsund króna sekt hjá lögreglu en auk þess þurftu þeir að greiða bílaleigunni fyrir viðgerðarkostnað. Sá reikningur hljóðaði upp á 180 þúsund krónur. Því kostaði glannaskapurinn mennina um 430 þúsund krónur í heildina.„Þetta sást allt á myndbandinu. Þeir voru bara að leika sér á bílnum og voru að skemma bílinn.” Rúnar segir mennina hafa verið niðurlúta og hálf aulalega þegar þeir komu að skila bílnum.Click here for an English version.Camilla Rut, starfsmaður bílaleigunnar 4x4 Iceland car rental.Byrjuðu á að fara í vörnCamilla Rut Rúnarsdóttir, starfsmaður bílaleigunnar, var viðstödd þegar mennirnir komu.„Þeir báru ekki höfuðið hátt eins og maður segir.” Camilla bendir á að trygging sem kallast gravel protection eða trygging gegn möl sem hægt er að kaupa fyrir bílana gildi ekki þegar kemur að glannaakstri. „Við vissum af hverju bíllinn var tjónaður og útaf myndbandinu þá var þetta ekki tryggt.” Hún segir að lögregla hafi tekið á móti mönnunum þegar þeir komu að skila bílnum.„Þeir byrjuðu á að fara í vörn, þetta eru náttúrulega háar upphæðir sem þeir eru að borga. Þeir sögðu eitthvað: „Hvernig vitiði hvernig þessar skemmdir gerðust, við keyrðum á möl eftir að myndbandið var tekið?” En þetta var náttúrulega alveg augljóst,” segir Camilla. „Einn gæinn var svona en hinn vissi alveg upp á sig sökina og þaggaði niður í vini sínum.” Camilla segir að þeir hafi síðan verið teknir niður á lögreglustöð en að þeir hafi helst haft áhyggjur af því hversu lengi yfirheyrslur stæðu af því að þeir hygðust skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur um kvöldið. „Þetta voru náttúrulega bara einhverjir tappar frá Kaliforníu,” segir Camilla og hlær. Hún sagði mönnunum frá umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi og segir hún þá hafa verið miður sín þegar þeir gerðu sér grein fyrir áhrifum glannaakstursins á náttúruna. „Þeir báðu mig um að senda sér linkinn á fréttina.” Sem hún og gerði. Bílar koma oft skemmdir tilbaka„Við lendum í því á hverjum degi að það séu einhverjar skemmdir á bílunum.” Rúnar segist þó ekki hafa lent í því áður að bíll hafi skemmst af þessum ástæðum. „En maður veit auðvitað aldrei hvað fólk er að gera á bílunum.” Hann segist brýna vel fyrir ferðamönnum hvað megi og hvað megi ekki þegar bíll er leigður. „Til dæmis eru ákveðin svæði sem eru bönnuð hjá okkur, til að mynda Þórsmörk. Það breytir því samt ekki að fólk fer þangað.” Hann segir það með ólíkindum hvað sumum dettur í hug. „Það er mikið frelsi sem þú færð hérna sem ferðamaður en því fylgir ábyrgð. En fólk misnotar þetta oft.” Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Já bíllinn var töluvert skemmdur. Hann var allur sandblásinn að neðan,” segir Rúnar Ólafsson, flotastjóri 4x4 Iceland Car rental, en bíll á þeirra vegum vakti athygli í síðustu viku þegar ferðamenn léku sér að því að keyra hann glannalega á Sólheimasandi. Aksturinn náðist á myndband sem hefur gengið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Mennirnir greiddu 250 þúsund króna sekt hjá lögreglu en auk þess þurftu þeir að greiða bílaleigunni fyrir viðgerðarkostnað. Sá reikningur hljóðaði upp á 180 þúsund krónur. Því kostaði glannaskapurinn mennina um 430 þúsund krónur í heildina.„Þetta sást allt á myndbandinu. Þeir voru bara að leika sér á bílnum og voru að skemma bílinn.” Rúnar segir mennina hafa verið niðurlúta og hálf aulalega þegar þeir komu að skila bílnum.Click here for an English version.Camilla Rut, starfsmaður bílaleigunnar 4x4 Iceland car rental.Byrjuðu á að fara í vörnCamilla Rut Rúnarsdóttir, starfsmaður bílaleigunnar, var viðstödd þegar mennirnir komu.„Þeir báru ekki höfuðið hátt eins og maður segir.” Camilla bendir á að trygging sem kallast gravel protection eða trygging gegn möl sem hægt er að kaupa fyrir bílana gildi ekki þegar kemur að glannaakstri. „Við vissum af hverju bíllinn var tjónaður og útaf myndbandinu þá var þetta ekki tryggt.” Hún segir að lögregla hafi tekið á móti mönnunum þegar þeir komu að skila bílnum.„Þeir byrjuðu á að fara í vörn, þetta eru náttúrulega háar upphæðir sem þeir eru að borga. Þeir sögðu eitthvað: „Hvernig vitiði hvernig þessar skemmdir gerðust, við keyrðum á möl eftir að myndbandið var tekið?” En þetta var náttúrulega alveg augljóst,” segir Camilla. „Einn gæinn var svona en hinn vissi alveg upp á sig sökina og þaggaði niður í vini sínum.” Camilla segir að þeir hafi síðan verið teknir niður á lögreglustöð en að þeir hafi helst haft áhyggjur af því hversu lengi yfirheyrslur stæðu af því að þeir hygðust skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur um kvöldið. „Þetta voru náttúrulega bara einhverjir tappar frá Kaliforníu,” segir Camilla og hlær. Hún sagði mönnunum frá umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi og segir hún þá hafa verið miður sín þegar þeir gerðu sér grein fyrir áhrifum glannaakstursins á náttúruna. „Þeir báðu mig um að senda sér linkinn á fréttina.” Sem hún og gerði. Bílar koma oft skemmdir tilbaka„Við lendum í því á hverjum degi að það séu einhverjar skemmdir á bílunum.” Rúnar segist þó ekki hafa lent í því áður að bíll hafi skemmst af þessum ástæðum. „En maður veit auðvitað aldrei hvað fólk er að gera á bílunum.” Hann segist brýna vel fyrir ferðamönnum hvað megi og hvað megi ekki þegar bíll er leigður. „Til dæmis eru ákveðin svæði sem eru bönnuð hjá okkur, til að mynda Þórsmörk. Það breytir því samt ekki að fólk fer þangað.” Hann segir það með ólíkindum hvað sumum dettur í hug. „Það er mikið frelsi sem þú færð hérna sem ferðamaður en því fylgir ábyrgð. En fólk misnotar þetta oft.”
Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03