Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 21:03 Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49