Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 21:03 Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49