Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 21:03 Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49