Erlent

Sátt gæti náðst í kjarnorkuviðræðunum á næstu dögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Sátt gæti náðst í kjarnorkuviðræðunum í Genf en Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans, segir að viðræður gangi nokkuð vel fyrir sig en nokkur atriði eru samt sem áður enn óljós.

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands og eru allir staddir í Genf til að taka þátt í viðræðunum og von er á utanríkisráðherrum Kína, Þýskalands og Bretlands síðar í dag.

Sérfræðingar í kjarnorkumálum segja að Íranar hafa sett fram þá kröfu að fá að halda áfram tilraunastarfssemi á úran.

Úran er notað til að framleiðslu á eldsneyti fyrir kjarnorkunúin raforkuver, en slíkt er einnig hægt að nota í vopn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×