Erlent

Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi

Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga.

Eins og kunnugt er af fréttum er búið að kyrrsetja allar þær 50 Dreamliner þotur sem voru í rekstri í heiminum þar sem talið var að rafgeymarnir væru gallaðir í þeim.

Í frétt um málið á Reuters segir að næst liggi fyrir að rannsaka hleðslutækin fyrir rafgeymana.

Starfsmenn Boeing vinna náið með öryggiseftirlitinu enda er hver dagur dýr fyrir félagið því lengur sem tekur að finna gallann sem olli rafmagnsbiluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×