Erlent

Obama sver forsetaeiðinn opinberlega í dag

Barack Obama mun sverja forsetaeið sinn opinberlega í dag með mikilli viðhöfn í Washington.

Raunar sór Obama eiðinn í gær í fámennri athöfn í Hvíta húsinu eins og lög gera ráð fyrir að gert sé þann 20. janúar. Þar sem þann dag bar upp á sunnudag var ákveðið að fresta hinni opinberu athöfn þar til í dag.

Búist er við að nokkur hundruð þúsunda manna verði viðstaddir þegar Obama sver eiðinn. Á eftir verður skemmtidagskrá þar sem m.a. Beyonce og Lady Gaga koma fram, skrúðgöngur og síðan lýkur deginum með nokkrum viðhafnardansleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×