Erlent

Margir slasaðir eftir árekstur farþegalesta í Vín

Tvær farþegalestir lentu í árrekstri í Vín höfuðborg Austurríkis í morgun. Fjöldi farþega slasaðist við áreksturinn sem var mjög harður þar sem lestirnar keyrðu framan á hvor aðra á töluverðum hraða.

Ekki er enn vitað hvort einhver fórst í árekstrinum. Að sögn fréttavefsins klinezeitung er verið að flytja hina slösuðu á sjúkrahús, bæði með sjúkrabílum og þyrlum.

Nýjustu fréttir herma að fimm manns séu lífshættulega slasaðir eftir áreksturinn og að um 20 í viðbót hafi verið fluttir á bráðadeildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×