Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila Stígur Helgason skrifar 8. maí 2013 14:54 Gestur Jónsson og Lýður Guðmundsson við upphaf aðalmeðferðar. Mynd/ Stefán. „Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu eru Lýður, sem var stjórnarformaður Existu, og lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson ákærðir fyrir brot á hlutafélagalögum þegar hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einum milljarði króna. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór í morgun fram á átján mánaða fangelsisdóm yfir Lýði vegna málsins og sex til átta mánaða fangelsisdóm yfir Bjarnfreði, sem sá um að senda tilkynningu um málið til Fyrirtækjaskrár í desember 2008.Stundum koma jólinGestur eyddi mestu púðri í málflutningsræðu sinni í að rökstyðja að ákæran stæðist ekki skoðun; í henni væri Lýður ákærður sem stjórnarmaður félagsins BBR ehf., sem keypti hlutina í Existu, en ekki sem formaður stjórnar Existu, sem samþykkti hinn meinta ólögmæta gjörning, hlutafjáraukninguna umdeildu. Þar með væri málinu í raun snúið á haus, enda gengi ekki upp að ákæra þriðja aðila fyrir hlutafjáraukninguna – stjórnarmann félagsins sem keypti. Það væri alveg kristaltært. „Þegar þessi niðurstaða sérstaks saksóknara lá fyrir [að hlutafjáraukningin hefði verið ólögmæt] þá hefði maður haldið að staða stjórnarmanna í Existu væri ekki efnileg. Í raunveruleikanum er það hins vegar stundum þannig að það koma jólin,“ sagði Gestur, með vísan til þess að stjórnarmenn Existu, aðrir en Lýður, hefðu allir sloppið við ákæru. Saksóknari mótmælti þessari afstöðu Gests og sagði að það væri sérstaklega tekið fram í ákærunni að Lýður hefði verið stjórnarformaður Existu. Gestur sagði það ekki skipta máli – það væri ekki hluti af verknaðalýsingu brotsins.Bara Ágúst og Lýður urðu fyrir tjóniÓlafur Þór Hauksson var harðorður í sinni málflutningsræðu í morgun. Hann kallaði viðskiptafléttuna ósvífna og bíræfna ráðagerð, þar sem bæði stjórn Existu og Fyrirtækjaskrá hafi verið blekkt í því skyni að tryggja Lýði og bróður hans Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir Existu eftir að ljóst varð að Nýja Kaupþing hefði í hyggju að taka yfir félagið. Hann sagði fléttuna hafa valdið miklu tjóni, enda hafi hún stuðlað að því að Lýður eignaðist með ólögmætum hætti stóran hlut í almenningshlutafélagi sem hann átti ekki lögmætt tilkall til og með því hafi hlutafé annarra verið rýrt verulega. Gestur sagði þetta af og frá. „Það er fráleitt að hægt sé að sýna fram á að þetta hafi valdið öðrum tjóni en bræðrunum Ágústi og Lýði,“ sagði hann, og benti á að með hlutafjáraukningunni hafi myndast yfirtökuskylda og þeir þurft að verja á þriðja hundrað milljónum til að kaupa hluti annarra í Exista, sem hafi verið lítils virði á þessum tíma.Fráleitt að skjóta sendiboðannÞorsteinn Einarsson, verjandi Bjarnfreðar, var í málflutningsræðu sinni mjög harðorður í garð málatilbúnaðar ákæruvaldsins, sagði málið hafa verið á villigötum frá upphafi og kallaði það skrípaleik. Þá gagnrýndi hann mjög að Bjarnfreður skyldi hafa verið ákærður fyrir það eitt að sinna starfi sínu og senda tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um það sem fram fór á stjórnarfundi Existu. „Það er fráleitt að skjóta sendiboðann,“ sagði Þorsteinn og benti á að málið byggði í raun allt á mistökum Fyrirtækjaskrár, þar sem hlutafjáraukningunni var hleypt í gegn athugasemdalaust fyrir vangá ólöglærðs starfsmanns. „Ef Fyrirtækjaskrá hefði sinnt lagaskyldu sinni þá væri ekkert mál í gangi,“ sagði hann. Það væri napurlegt fyrir Bjarnfreð að vera sakborningur í þrjú ár og í kastljósi fjölmiðla vegna þessa. Málflutningi lauk klukkan tólf og varið málið þá dómtekið. Dómur verður að líkindum kveðinn upp innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Deloitte kvartaði til Logos Forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtæksins Deloitte sendu kvörtunarbréf til lögmannsstofunnar Logos þegar þeim varð ljóst að skýrsla sem endurskoðendur fyrirtækisins höfðu unnið um hlutafjáraukningu Existu hefði verið notuð til að koma henni í gegn hjá Fyrirtækjaskrá. Frá þessu greindu bæði Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, og endurskoðandinn Hilmar Alfreðsson frá fyrir dómi nú eftir hádegi. 6. maí 2013 15:06 Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52 Vill Lýð í 18 mánaða fangelsi Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, krefst átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði Guðmundssyni í Exista-málinu svokallaða. Þá krefst hann sex til átta mánaða fangelsisdóms yfir lögmanninum Bjarnfreði Ólafssyni. Þessar kröfur setti hann fram í málflutningsræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. 8. maí 2013 09:52 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu eru Lýður, sem var stjórnarformaður Existu, og lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson ákærðir fyrir brot á hlutafélagalögum þegar hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einum milljarði króna. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór í morgun fram á átján mánaða fangelsisdóm yfir Lýði vegna málsins og sex til átta mánaða fangelsisdóm yfir Bjarnfreði, sem sá um að senda tilkynningu um málið til Fyrirtækjaskrár í desember 2008.Stundum koma jólinGestur eyddi mestu púðri í málflutningsræðu sinni í að rökstyðja að ákæran stæðist ekki skoðun; í henni væri Lýður ákærður sem stjórnarmaður félagsins BBR ehf., sem keypti hlutina í Existu, en ekki sem formaður stjórnar Existu, sem samþykkti hinn meinta ólögmæta gjörning, hlutafjáraukninguna umdeildu. Þar með væri málinu í raun snúið á haus, enda gengi ekki upp að ákæra þriðja aðila fyrir hlutafjáraukninguna – stjórnarmann félagsins sem keypti. Það væri alveg kristaltært. „Þegar þessi niðurstaða sérstaks saksóknara lá fyrir [að hlutafjáraukningin hefði verið ólögmæt] þá hefði maður haldið að staða stjórnarmanna í Existu væri ekki efnileg. Í raunveruleikanum er það hins vegar stundum þannig að það koma jólin,“ sagði Gestur, með vísan til þess að stjórnarmenn Existu, aðrir en Lýður, hefðu allir sloppið við ákæru. Saksóknari mótmælti þessari afstöðu Gests og sagði að það væri sérstaklega tekið fram í ákærunni að Lýður hefði verið stjórnarformaður Existu. Gestur sagði það ekki skipta máli – það væri ekki hluti af verknaðalýsingu brotsins.Bara Ágúst og Lýður urðu fyrir tjóniÓlafur Þór Hauksson var harðorður í sinni málflutningsræðu í morgun. Hann kallaði viðskiptafléttuna ósvífna og bíræfna ráðagerð, þar sem bæði stjórn Existu og Fyrirtækjaskrá hafi verið blekkt í því skyni að tryggja Lýði og bróður hans Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir Existu eftir að ljóst varð að Nýja Kaupþing hefði í hyggju að taka yfir félagið. Hann sagði fléttuna hafa valdið miklu tjóni, enda hafi hún stuðlað að því að Lýður eignaðist með ólögmætum hætti stóran hlut í almenningshlutafélagi sem hann átti ekki lögmætt tilkall til og með því hafi hlutafé annarra verið rýrt verulega. Gestur sagði þetta af og frá. „Það er fráleitt að hægt sé að sýna fram á að þetta hafi valdið öðrum tjóni en bræðrunum Ágústi og Lýði,“ sagði hann, og benti á að með hlutafjáraukningunni hafi myndast yfirtökuskylda og þeir þurft að verja á þriðja hundrað milljónum til að kaupa hluti annarra í Exista, sem hafi verið lítils virði á þessum tíma.Fráleitt að skjóta sendiboðannÞorsteinn Einarsson, verjandi Bjarnfreðar, var í málflutningsræðu sinni mjög harðorður í garð málatilbúnaðar ákæruvaldsins, sagði málið hafa verið á villigötum frá upphafi og kallaði það skrípaleik. Þá gagnrýndi hann mjög að Bjarnfreður skyldi hafa verið ákærður fyrir það eitt að sinna starfi sínu og senda tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um það sem fram fór á stjórnarfundi Existu. „Það er fráleitt að skjóta sendiboðann,“ sagði Þorsteinn og benti á að málið byggði í raun allt á mistökum Fyrirtækjaskrár, þar sem hlutafjáraukningunni var hleypt í gegn athugasemdalaust fyrir vangá ólöglærðs starfsmanns. „Ef Fyrirtækjaskrá hefði sinnt lagaskyldu sinni þá væri ekkert mál í gangi,“ sagði hann. Það væri napurlegt fyrir Bjarnfreð að vera sakborningur í þrjú ár og í kastljósi fjölmiðla vegna þessa. Málflutningi lauk klukkan tólf og varið málið þá dómtekið. Dómur verður að líkindum kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Deloitte kvartaði til Logos Forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtæksins Deloitte sendu kvörtunarbréf til lögmannsstofunnar Logos þegar þeim varð ljóst að skýrsla sem endurskoðendur fyrirtækisins höfðu unnið um hlutafjáraukningu Existu hefði verið notuð til að koma henni í gegn hjá Fyrirtækjaskrá. Frá þessu greindu bæði Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, og endurskoðandinn Hilmar Alfreðsson frá fyrir dómi nú eftir hádegi. 6. maí 2013 15:06 Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52 Vill Lýð í 18 mánaða fangelsi Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, krefst átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði Guðmundssyni í Exista-málinu svokallaða. Þá krefst hann sex til átta mánaða fangelsisdóms yfir lögmanninum Bjarnfreði Ólafssyni. Þessar kröfur setti hann fram í málflutningsræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. 8. maí 2013 09:52 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Deloitte kvartaði til Logos Forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtæksins Deloitte sendu kvörtunarbréf til lögmannsstofunnar Logos þegar þeim varð ljóst að skýrsla sem endurskoðendur fyrirtækisins höfðu unnið um hlutafjáraukningu Existu hefði verið notuð til að koma henni í gegn hjá Fyrirtækjaskrá. Frá þessu greindu bæði Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, og endurskoðandinn Hilmar Alfreðsson frá fyrir dómi nú eftir hádegi. 6. maí 2013 15:06
Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52
Vill Lýð í 18 mánaða fangelsi Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, krefst átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði Guðmundssyni í Exista-málinu svokallaða. Þá krefst hann sex til átta mánaða fangelsisdóms yfir lögmanninum Bjarnfreði Ólafssyni. Þessar kröfur setti hann fram í málflutningsræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. 8. maí 2013 09:52
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26
Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00
Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17