Deloitte kvartaði til Logos Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 15:06 Lýður Guðmundsson er einn hinna ákærðu í málinu. Hér er hann ásamt Almari Möller, lögmanni á Mörkinni. Mynd/ Valli. Forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtæksins Deloitte sendu kvörtunarbréf til lögmannsstofunnar Logos þegar þeim varð ljóst að skýrsla sem endurskoðendur fyrirtækisins höfðu unnið um hlutafjáraukningu Existu hefði verið notuð til að koma henni í gegn hjá Fyrirtækjaskrá. Frá þessu greindu bæði Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, og endurskoðandinn Hilmar Alfreðsson frá fyrir dómi nú eftir hádegi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur fer nú fram aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, lögmanni á Logos, fyrir brot á hlutafélagalögum vegna gjörningsins, sem fól í sér að einungis einn milljarður var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Deilt er um það hvort skýrsla sem Deloitte vann um hlutafjáraukninguna hafi verið svokölluð sérfræðiskýrsla endurskoðanda í skilningi hlutafélagalaga. Verjandi Bjarnfreðs hefur reynt að sýna fram á að skýrslan hafi allt yfirbragð sérfræðiskýrslu þar sem lögð sé blessun yfir gjörninginn. Þessu hafna hins vegar endurskoðendurnir, og segja að sé skýrslan lesin leiki enginn vafi á því að þeir hafi ekki talið mögulegt að fara þá leið sem Exista-menn vildu. Skýrslan staðfesti ekki annað en að félagið Kvakkur ehf., sem lagt var inn í Existu fyrir aukningunni, hafi átt einn milljarð króna, og að sá milljarður hafi samsvarað virði þess hlutar í Existu sem fengist fyrir hlutafjáraukninguna. „Afstaða okkar kom skýrt fram - að við gætum ekki skrifað upp á þessa 50 milljarða hækkun," sagði Hilmar fyrir dómi um fundi sem endurskoðendurnir áttu með Exista-mönnum. Þá sagðist hann jafnframt hafa greint Lýði sjálfum skýrt frá því í símtali að Deloitte mundi ekki skrifa upp á þessi viðskipti. „Um kvöldið hringir hann í mig. Ég segi að það geti ekki gengið upp að gera þetta svona - að auka hlutaféð með þessum hætti," sagði Hilmar. Lýður kvaðst fyrir dómi í morgun ekki muna til þess að honum hafi verið greint frá þessari afstöðu endurskoðendanna. Þegar í ljós kom að Bjarnfreður hafði sent skýrslu Deloitte með tilkynningunni til Fyrirtækjaskrár, sem vottun fyrir því að hlutafjáraukningin væri í lagi, fauk í Deloitte-menn. „Við vorum mjög ósáttir þegar við sáum þetta því að þessi skýrsla átti aldrei að vera notuð til að koma 50 milljarða hækkun á hlutafé í gegnum félagaskrá," sagði Hilmar. Þorvarður sagði að skrifleg mótmæli við þessu hefðu verið send Logos. Í kjölfarið hafi fulltrúar Deloitte og Logos fundað um málið en sá fundur hafi ekki leitt til neinnar niðurstöðu annarrar en þeirrar að menn væru ósammála. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Forsvarsmenn endurskoðunarfyrirtæksins Deloitte sendu kvörtunarbréf til lögmannsstofunnar Logos þegar þeim varð ljóst að skýrsla sem endurskoðendur fyrirtækisins höfðu unnið um hlutafjáraukningu Existu hefði verið notuð til að koma henni í gegn hjá Fyrirtækjaskrá. Frá þessu greindu bæði Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, og endurskoðandinn Hilmar Alfreðsson frá fyrir dómi nú eftir hádegi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur fer nú fram aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, lögmanni á Logos, fyrir brot á hlutafélagalögum vegna gjörningsins, sem fól í sér að einungis einn milljarður var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Deilt er um það hvort skýrsla sem Deloitte vann um hlutafjáraukninguna hafi verið svokölluð sérfræðiskýrsla endurskoðanda í skilningi hlutafélagalaga. Verjandi Bjarnfreðs hefur reynt að sýna fram á að skýrslan hafi allt yfirbragð sérfræðiskýrslu þar sem lögð sé blessun yfir gjörninginn. Þessu hafna hins vegar endurskoðendurnir, og segja að sé skýrslan lesin leiki enginn vafi á því að þeir hafi ekki talið mögulegt að fara þá leið sem Exista-menn vildu. Skýrslan staðfesti ekki annað en að félagið Kvakkur ehf., sem lagt var inn í Existu fyrir aukningunni, hafi átt einn milljarð króna, og að sá milljarður hafi samsvarað virði þess hlutar í Existu sem fengist fyrir hlutafjáraukninguna. „Afstaða okkar kom skýrt fram - að við gætum ekki skrifað upp á þessa 50 milljarða hækkun," sagði Hilmar fyrir dómi um fundi sem endurskoðendurnir áttu með Exista-mönnum. Þá sagðist hann jafnframt hafa greint Lýði sjálfum skýrt frá því í símtali að Deloitte mundi ekki skrifa upp á þessi viðskipti. „Um kvöldið hringir hann í mig. Ég segi að það geti ekki gengið upp að gera þetta svona - að auka hlutaféð með þessum hætti," sagði Hilmar. Lýður kvaðst fyrir dómi í morgun ekki muna til þess að honum hafi verið greint frá þessari afstöðu endurskoðendanna. Þegar í ljós kom að Bjarnfreður hafði sent skýrslu Deloitte með tilkynningunni til Fyrirtækjaskrár, sem vottun fyrir því að hlutafjáraukningin væri í lagi, fauk í Deloitte-menn. „Við vorum mjög ósáttir þegar við sáum þetta því að þessi skýrsla átti aldrei að vera notuð til að koma 50 milljarða hækkun á hlutafé í gegnum félagaskrá," sagði Hilmar. Þorvarður sagði að skrifleg mótmæli við þessu hefðu verið send Logos. Í kjölfarið hafi fulltrúar Deloitte og Logos fundað um málið en sá fundur hafi ekki leitt til neinnar niðurstöðu annarrar en þeirrar að menn væru ósammála.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. 6. maí 2013 12:52
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent