Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 12:52 Lýður Guðmundsson með Almari Möller, lögmanni hjá Mörkinni. Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26