Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 12:52 Lýður Guðmundsson með Almari Möller, lögmanni hjá Mörkinni. Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Eftirlitsaðilar sáu ekkert athugavert við hlutafjáraukninguna í Existu fyrr en hálfu ári eftir að hún var um garð genginn. Þeim var þó fullkunnugt um að einungis hefði einn milljarður verið greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Nýja Kaupþings, við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Nýja Kaupþing kærði málið, en Helgi segir að eftirlitsaðilar, Fyrirtækjaskrá, Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið, hafi í engu brugðist við þegar fulltrúar bankans gerðu athugasemdir við framkvæmd hlutafjáraukningarinnar þegar hún átti sér stað. „Þeim fannst þetta greinilega ekkert athugavert," sagði Helgi. Helgi tók fram að hann hefði ekkert út á tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár, sem einnig er ákært fyrir, að setja, einungis gjörninginn sjálfan: að greiða einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem sækir málið sjálfur, vakti athygli á því að Helgi hefði verið verjandi tveggja sakborninga á rannsóknarstigi málsins, sem síðan hefðu ekki verið ákærðir; þeirra Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, og Hildar Árnadóttur endurskoðanda. Ólafur sagði frá því að upp hefðu komið efasemdir um að Helgi væri hæfur til að sinna verjendastörfum í málinu enda kynni hann að verða kallaður fyrir sem vitni. Því hafi Helgi þá hafnað og sagt að hann vissi ekkert um málið sem kallaði á að hann yrði leiddur sem vitni. Annað hefur nú komið á daginn. Helgi er fjórði starfsmaður Nýja Kaupþings sem ber vitni í málinu. Áður höfðu Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri í bankanum, og lögfræðingurinn Reginn Mogensen, gefið skýrslu. Allir voru fjórmenningarnir sammála um að málið hefði horft mjög undarlega við starfsmönnum Nýja Kaupþings og að svo hafi virst sem hlutafjáraukningin væri til þess eins ætluð að þynna út aðra hluthafa. „Lögfræðingi bankans þótti þetta strax mjög undarlegt og var í samskiptum við Fyrirtækjaskrá til að grafast fyrir um hvernig í ósköpunum stæði á að þetta hefði verið samþykkt," sagði fyrrverandi bankastjórinn Finnur. Nú er hádegishlé í réttarhöldunum. Þeim verður fram haldið klukkan 13.15.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26