Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Stígur Helgason skrifar 8. maí 2013 07:00 Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár segir Lýð Guðmundsson og félaga hafa blekkt stofnunina. Hér er Lýður ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni. Fréttablaðið/Stefán „Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
„Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira