Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni fyrir rétti í morgun. Mynd/ Stefán. Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira