Mengun við þolmörk á Grundartanga Helga Arnardóttir skrifar 8. maí 2013 22:55 Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira