Enski boltinn

Rodgers: Markið átti aldrei að standa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers Mynd / Getty Images
„Sturridge er markaskorari en hann á langt í land að vera komin í gott leikform," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Mansfield í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag.

Liverpool vann leikinn 2-1 og skoraði Daniel Sturridge eitt mark í leiknum.

„Luis Suarez og Sturridge geta vel spilað saman, það er ekkert því til fyrirstöðu."

Luis Suarez skoraði annað mark Liverpool í leiknum með því að leggja boltann fyrir sig með hendinni. Markið var augljóslega ólöglegt og átti aldrei að standa.

„Það er enginn vafi í mínum huga að þetta var hendi en dómararnir átti að sjá atvikið. Þetta var ekki viljandi gert hjá mínum leikmanni. Ég spurði fjórða dómarann hvort þetta hefði verið hendi og hann svaraði því játandi. Við vorum heppnir að þessu sinni og Mansfield virkilega óheppnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×