Erlent

Íransforseti skorar á ráðherra sína að nota Facebook

Hasan Rúhaní, forseti Írans, gengur gegn stefnu stjórnvalda.
Hasan Rúhaní, forseti Írans, gengur gegn stefnu stjórnvalda. nordicphotos/AFP
Hasan Rúhani, nýr forseti Írans, skorar á ráðherra í stjórn sinni að opna Facebook-síður til að bæta samskiptin við almenning.

Þetta stingur nokkuð í stúf við lög landsins, því stjórnvöld hafa til þessa reynt að hindra alla Facebook-notkun almennings, og raunar notkun internetsins almennt.

Ekki er vitað hvort þessi nýja stefna verði til þess að nú fái almenningur leyfi til að notfæra sér netið meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×