Erlent

Frumvarp um frelsi Júlíu Tímósjenkó fellt

Þorgils Jónsson skrifar
Þingið í Úkraínu felldi í morgun frumvörp sem hefðu heimilað að Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, verði látin laus úr fangelsi, en hún hefur verið í haldi frá árinu 2011.

Þetta mun setja strik í reikninginn fyrir ríkjaráðstefnu milli Úkraínu og ESB um nánara samband þar á milli, en ESB hefur sett það sem skilyrði að hún verði látin laus.

Fulltrúar flokks Viktors Jánúkóvits forseta, greiddu ekki atkvæði með einu einasta af sex frumvörpum sem lögð voru fram í þessum tilgangi, sem varð til þess að þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu hróp að þeim og kölluðu meðal annars: "Skömm, skömm!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×