Forsætisráðherrann í Túnis segist enga ástæðu sjá til þess að segja af sér, þótt stjórnarandstæðingar krefjist þess af honum.
Forsætisráðherrann Ari Larajedh hélt þrumuræðu í gær þar sem hann vísaði öllum slíkum kröfum á bug. Hins vegar gaf hann loforð um að ný stjórnarskrá verði tilbúin í ágúst og kosningar verði haldnar í desember.
Almenn reiði hefur verið í Túnis eftir að stjórnmálamaðurinn Múhamed Brahmi var myrtur í síðustu viku.
Ekki batnaði ástandið í gær þegar átta hermenn voru drepnir þar sem setið var fyrir þeim í fjallahéraði, þar sem höfuðvígi herskárra íslamista er.
Arabíska vorið svonefnda hófst í Túnis með byltingu almennings veturinn 2010 til 2011.
Lofar kosningum í desember
Guðsteinn Bjarnason skrifar
