Suður-Kórea stækkar loftvarnasvæði Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2013 07:00 Japan og Kína hafa lengi deilt um þessar eyjar í Austur-Kínahafi. Kína stofnaði loftvarnasvæði yfir eyjunum í síðasta mánuði og hefur það valdið deilum á svæðinu. Mynd/AP Stjórnvöld í S-Kóreu tilkynntu í gær stækkun loftvarnasvæðis landsins yfir Austur-Kínahafi í kjölfar þess að kínversk stjórnvöld stofnuðu svipað svæði yfir umdeildu rifi. Áður hafði S-Kórea farið fram á að Kína drægi saman loftvarnasvæði sitt, þar sem það færi inn á svæði S-Kóreu, en þeirri beiðni var hafnað. Stofnun loftvarnasvæðis Kína hefur valdið aukinni spennu á svæðinu. Bandaríkin, Japan og fleiri þjóðir hafa mótmælt loftvarnasvæði Kína, sem stofnað var í síðasta mánuði. Þá gáfu yfirvöld í Peking út yfirlýsingu um að allar flugvélar sem fljúgi inn á svæðið þurfi að tilkynna sig og hlýða skipunum frá Kína. Herflugvélar frá Bandaríkjunum, Japan og S-Kóreu hafa flogið í gegnum svæðið án þess að tilkynna sig, til að mótmæla loftvarnasvæði Kína. Einnig hefur flugfélögum verið ráðlagt að breyta ekki flugleiðum sínum né tilkynna flugvélar sínar þegar þær fljúga um svæðið. Hið nýja svæði Kóreumanna nær yfir umdeilt rif, sem S-Kórea stjórnar og rekur rannsóknarstöð á, en Kína hefur gert tilkall til rifsins. Þá stækka þau svæði sem bæði ríkin segjast stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem loftvarnasvæði S-Kóreu er breytt frá stofnun þess í Kóreustríðinu árið 1951.Kim Min-seok, talsmaður varnarráðuneytis Suður-Kóreu.Mynd/APKim Min-Seok, talsmaður varnarmálaráðuneytis S-Kóreu, sagði að ríkið myndi ræða við grannríki sín um skref til að koma í veg fyrir árekstra innan loftvarnasvæðisins. Hann sagði einnig að svæðið færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja og að yfirvöld í Seúl hefðu útskýrt aðgerðirnar fyrir nágrönnum sínum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum styðja aðgerðir S-Kóreu og segja að aðgerðin komi í veg fyrir rugling og ógnir gagnvart farþegaflugi. „Bandaríkin hafa verið og munu verða í nánu samstarfi við bandamenn okkar og félaga á svæðinu til að tryggja að aðgerðir þeirra stuðli að auknu jafnvægi, fyrirsjáanleika og séu í samræmi við alþjóðlegar venjur,“ sagði Jen Psaki, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórnvöld í S-Kóreu tilkynntu í gær stækkun loftvarnasvæðis landsins yfir Austur-Kínahafi í kjölfar þess að kínversk stjórnvöld stofnuðu svipað svæði yfir umdeildu rifi. Áður hafði S-Kórea farið fram á að Kína drægi saman loftvarnasvæði sitt, þar sem það færi inn á svæði S-Kóreu, en þeirri beiðni var hafnað. Stofnun loftvarnasvæðis Kína hefur valdið aukinni spennu á svæðinu. Bandaríkin, Japan og fleiri þjóðir hafa mótmælt loftvarnasvæði Kína, sem stofnað var í síðasta mánuði. Þá gáfu yfirvöld í Peking út yfirlýsingu um að allar flugvélar sem fljúgi inn á svæðið þurfi að tilkynna sig og hlýða skipunum frá Kína. Herflugvélar frá Bandaríkjunum, Japan og S-Kóreu hafa flogið í gegnum svæðið án þess að tilkynna sig, til að mótmæla loftvarnasvæði Kína. Einnig hefur flugfélögum verið ráðlagt að breyta ekki flugleiðum sínum né tilkynna flugvélar sínar þegar þær fljúga um svæðið. Hið nýja svæði Kóreumanna nær yfir umdeilt rif, sem S-Kórea stjórnar og rekur rannsóknarstöð á, en Kína hefur gert tilkall til rifsins. Þá stækka þau svæði sem bæði ríkin segjast stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem loftvarnasvæði S-Kóreu er breytt frá stofnun þess í Kóreustríðinu árið 1951.Kim Min-seok, talsmaður varnarráðuneytis Suður-Kóreu.Mynd/APKim Min-Seok, talsmaður varnarmálaráðuneytis S-Kóreu, sagði að ríkið myndi ræða við grannríki sín um skref til að koma í veg fyrir árekstra innan loftvarnasvæðisins. Hann sagði einnig að svæðið færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja og að yfirvöld í Seúl hefðu útskýrt aðgerðirnar fyrir nágrönnum sínum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum styðja aðgerðir S-Kóreu og segja að aðgerðin komi í veg fyrir rugling og ógnir gagnvart farþegaflugi. „Bandaríkin hafa verið og munu verða í nánu samstarfi við bandamenn okkar og félaga á svæðinu til að tryggja að aðgerðir þeirra stuðli að auknu jafnvægi, fyrirsjáanleika og séu í samræmi við alþjóðlegar venjur,“ sagði Jen Psaki, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira