Tilræðismaðurinn nafngreindur - notaði líklega gasbyssu 20. janúar 2013 10:45 Búið er að nafngreina tilræðismanninn sem miðaði byssu á höfuð búlgarska stjórnmannsins Ahmed Dogan, en eins og kunnugt er hljóp ekki skot úr byssu mannsins, og því slapp Dogan með skrekkinn. Tilræðismaðurinn er 25 ára gamall Búlgari og heitir Oktai Enimehmedov. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er hann á sakaskrá í landinu fyrir fíkniefnamisferli, ofbeldisbrot og rán. Greint er frá því á vef breska blaðsins The Guardian, að byssan sem maðurinn notaði, hafi líklega verið gasbyssa. Slíkar byssur eru helst hugsaðar mönnum til varnar en ekki sem árásarvopn. Þær geta þó valdið alvarlegum áverkum sé viðkomandi skotin af stuttu færi. Atvikið átti sér stað á ráðstefnu í Sofiu, höfuðborg landsins. Um 3000 ráðstefnugestir voru á ráðstefnunni. Það voru lífverðir Dogan sem náðu að afvopna manninn sem skyndilega birtist á sviðinu, en myndskeiðið sem náðist af tilræðinu hefur ekki síst vakið athygli þar sem ráðstefnugestir sjást ganga í skrokk á Enimehmedov.Oktai Enimehmedov mátti þakka sínu sæla fyrir að komast í heilu lagi út úr ráðstefnuhúsinu.Dogan, sem er tæplega sextugur, er leiðtogi MRF flokksins í Búlgaríu. Flokkurinn er málsvari tyrknesks og múslímsks minnihluta í landinu sem telur um 12 prósent af þeim 7,3 milljónum sem búa í Búlgaríu. Flokkurinn er í stjórnarandstöðu en Dogan hefur verið leiðtogi hans í 25 ár. Dogan er einn af þekktari stjórnmálamönnum Búlgaríu en hann var meðal annars sýknaður af ákæru um spillingu fyrir tveimur árum síðan þegar hann átti að hafa tekið við greiðslum frá orkufyrirtæki í Búlgaríu. Forseti landsins, Rosen Plevneliev, sagði í yfirlýsingu í gær að búlgarskt samfélag sé þekkt fyrir umburðarlyndi sitt og virðingu fyrir ólíkum trúarhópum og kynþáttum. Hann sagði svona lagað óásættanlegt í lýðræðisríkjum. Tilræðið er það alvarlegasta síðan Andrei Lukanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var skotin til bana fyrir framan heimili sitt í Sofiu árið 1996. Tengdar fréttir Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást. 19. janúar 2013 17:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Búið er að nafngreina tilræðismanninn sem miðaði byssu á höfuð búlgarska stjórnmannsins Ahmed Dogan, en eins og kunnugt er hljóp ekki skot úr byssu mannsins, og því slapp Dogan með skrekkinn. Tilræðismaðurinn er 25 ára gamall Búlgari og heitir Oktai Enimehmedov. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er hann á sakaskrá í landinu fyrir fíkniefnamisferli, ofbeldisbrot og rán. Greint er frá því á vef breska blaðsins The Guardian, að byssan sem maðurinn notaði, hafi líklega verið gasbyssa. Slíkar byssur eru helst hugsaðar mönnum til varnar en ekki sem árásarvopn. Þær geta þó valdið alvarlegum áverkum sé viðkomandi skotin af stuttu færi. Atvikið átti sér stað á ráðstefnu í Sofiu, höfuðborg landsins. Um 3000 ráðstefnugestir voru á ráðstefnunni. Það voru lífverðir Dogan sem náðu að afvopna manninn sem skyndilega birtist á sviðinu, en myndskeiðið sem náðist af tilræðinu hefur ekki síst vakið athygli þar sem ráðstefnugestir sjást ganga í skrokk á Enimehmedov.Oktai Enimehmedov mátti þakka sínu sæla fyrir að komast í heilu lagi út úr ráðstefnuhúsinu.Dogan, sem er tæplega sextugur, er leiðtogi MRF flokksins í Búlgaríu. Flokkurinn er málsvari tyrknesks og múslímsks minnihluta í landinu sem telur um 12 prósent af þeim 7,3 milljónum sem búa í Búlgaríu. Flokkurinn er í stjórnarandstöðu en Dogan hefur verið leiðtogi hans í 25 ár. Dogan er einn af þekktari stjórnmálamönnum Búlgaríu en hann var meðal annars sýknaður af ákæru um spillingu fyrir tveimur árum síðan þegar hann átti að hafa tekið við greiðslum frá orkufyrirtæki í Búlgaríu. Forseti landsins, Rosen Plevneliev, sagði í yfirlýsingu í gær að búlgarskt samfélag sé þekkt fyrir umburðarlyndi sitt og virðingu fyrir ólíkum trúarhópum og kynþáttum. Hann sagði svona lagað óásættanlegt í lýðræðisríkjum. Tilræðið er það alvarlegasta síðan Andrei Lukanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var skotin til bana fyrir framan heimili sitt í Sofiu árið 1996.
Tengdar fréttir Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást. 19. janúar 2013 17:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást. 19. janúar 2013 17:18