Egypsk yfirvöld hafa gefið út ákæru á hendur Hosni Mubarak, fyrrum einræðisherra, fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum.
Yfirvöld í landinu hafa einnig ákært tvo syni hans en þeir munu hafa fjárfest í fasteignum fyrir fjármunina.
Alls nemur upphæðin rúmlega tvo milljarða íslenskra króna en fjórir opinberir starfsmenn hafa einnig verið ákærðir vegna málsins.
Mubarak ákærður fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum
Stefán Árni Pálsson skrifar
