Geta njósnað um samtöl á Facebook í rauntíma 1. ágúst 2013 11:26 Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefur aðgang að leynilegu forriti sem gerir starfsmönnum kleift að fylgjast með öllum samskiptum fólks á internetinu. Forritið heitir X-Keyscore og greindi breska blaðið The Guardian frá tilvist þess í gærkvöldi, eftir að hafa fengið gögn frá bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden. Blaðið segist hafa undir höndum leiðarvísi fyrir forritið og þar komi fram að það sé fullkomnasta njósnaforrit sem þjóðaröryggistofnunin hafi undir höndum. Með því er hægt að ná í upplýsingar um nánast allt sem fer fram á internetinu, án þess að fá heimild frá dómara. Starfsmennirnir þurfa einungis að gefa stutta skýringu á því hvers vegna þeir leita að þessum upplýsingum í forritinu og er beiðnin síðan afgreidd sjálfvirkt - af forritinu sjálfu. Ef starfsmennirnir hafa netfang, sem skráð er hjá bandarískum netþjóni eins og til dæmis Gmail.com, geta þeir skoðað allt sem þar stendur. Þá geta þeir jafnvel fylgst með spjalli tveggja einstaklinga á samskiptasíðunni Facebook í rauntíma. Ef starfsmennirnir hafa vitneskju um nafn viðkomandi hafa þeir aðgang að öllu sem hann gerir á internetinu - jafnvel séð hvaða heimasíður hann hefur heimsótt. Í fyrsta viðtalinu við Edward Snowden, sem starfaði hjá þjóðaröryggisstofnuninni, í byrjun júní sagði hann frá tilvist forritsins. Sagði hann að frá skrifborði sínu gæti hann fylgst með hverjum sem er, allt frá alríkisdómurum til forsetans, - eina sem hann þyrfti væri netfang viðkomandi. Margir töldu hann vera að ýkja og sagði meðal annars þingmaður í leyniþjónustunefnd bandaríska þingsins að hann væri einfaldlega að ljúga. Samkvæmt gögnunum sem The Guardian birti í gær renna þau stoðum undir lýsingar Snowdens fyrr í sumar. Í tilkynningu frá þjóðaröryggisstofnunni, sem birt er neðst í frétt The Guardian, segir þeir að Snowden og aðrir almennir starfsmenn hafi ekki aðgang að forritinu. Strangar verklagsreglur séu um það hvenær forritið sé notað - og það sé einna helst notað gegn einstaklingum sem teljast hættulegir bandarískum ríkisborgurum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefur aðgang að leynilegu forriti sem gerir starfsmönnum kleift að fylgjast með öllum samskiptum fólks á internetinu. Forritið heitir X-Keyscore og greindi breska blaðið The Guardian frá tilvist þess í gærkvöldi, eftir að hafa fengið gögn frá bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden. Blaðið segist hafa undir höndum leiðarvísi fyrir forritið og þar komi fram að það sé fullkomnasta njósnaforrit sem þjóðaröryggistofnunin hafi undir höndum. Með því er hægt að ná í upplýsingar um nánast allt sem fer fram á internetinu, án þess að fá heimild frá dómara. Starfsmennirnir þurfa einungis að gefa stutta skýringu á því hvers vegna þeir leita að þessum upplýsingum í forritinu og er beiðnin síðan afgreidd sjálfvirkt - af forritinu sjálfu. Ef starfsmennirnir hafa netfang, sem skráð er hjá bandarískum netþjóni eins og til dæmis Gmail.com, geta þeir skoðað allt sem þar stendur. Þá geta þeir jafnvel fylgst með spjalli tveggja einstaklinga á samskiptasíðunni Facebook í rauntíma. Ef starfsmennirnir hafa vitneskju um nafn viðkomandi hafa þeir aðgang að öllu sem hann gerir á internetinu - jafnvel séð hvaða heimasíður hann hefur heimsótt. Í fyrsta viðtalinu við Edward Snowden, sem starfaði hjá þjóðaröryggisstofnuninni, í byrjun júní sagði hann frá tilvist forritsins. Sagði hann að frá skrifborði sínu gæti hann fylgst með hverjum sem er, allt frá alríkisdómurum til forsetans, - eina sem hann þyrfti væri netfang viðkomandi. Margir töldu hann vera að ýkja og sagði meðal annars þingmaður í leyniþjónustunefnd bandaríska þingsins að hann væri einfaldlega að ljúga. Samkvæmt gögnunum sem The Guardian birti í gær renna þau stoðum undir lýsingar Snowdens fyrr í sumar. Í tilkynningu frá þjóðaröryggisstofnunni, sem birt er neðst í frétt The Guardian, segir þeir að Snowden og aðrir almennir starfsmenn hafi ekki aðgang að forritinu. Strangar verklagsreglur séu um það hvenær forritið sé notað - og það sé einna helst notað gegn einstaklingum sem teljast hættulegir bandarískum ríkisborgurum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira