Ekki ætlunin að mismuna nemendum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2013 14:05 Katrín Jakobsdóttir er menntamálaráðherra. „Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð." Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð."
Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13