Erlent

Smygla sæði út úr fangelsum

Palenstínskir fangar á leið í fangelsi í Ísrael.
Palenstínskir fangar á leið í fangelsi í Ísrael. Nordicphotos/Getty
Palestínumaðurinn Ammar al-Ziben var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt árásir gagnvart Ísraelsmönnum árið 1998. Þrátt fyrir það á hann átta mánaða gamlan son.

Þrátt fyrir að 4800 Palestínumönnum sem sitja í fangelsi í Ísrael sé bannað að verja tíma í einrúmi með ástvinum sem koma í heimsókn tókst Ammar að geta konu sinni barn. Kona hans, Dallal Al-Ziben, tókst að smygla sæði úr fangelsinu og koma í hendur lækna.

„Árin voru erfið þar til Muhannad fæddist. Hann kveikti líf að nýju í húsi okkar," segir Dallal við Al Jazeera. Eftir að Muhannad fæddist hafa fleiri eiginkonur palenstínskra fanga gengið á lagið og smyglað sæði úr fangelsinu í von um að fjölga mannkyninu.

Eitt eða tvö sæðissýni berast Razan læknastöðinni í Nablus í hverri viku að sögn lækna. Í rannsóknarstofunni er þeim haldið við -196°C hita og eru 65 smygluð sæðissýni sem bíða þess að nota við tæknifrjóvgun.

Samkvæmt frétt Al Jazeera hafa sjö palenstínskar konur orðið óléttar með þessum hætti. Árangurshlutfallið er um 45 prósent en stærsta vandamálið er hve langan tíma tekur að koma sæðinu úr fangelsinu og í læknishendur á Vesturbakkanum.

Dr. Salem Abu Khaizaran, læknir við Razan læknastöðina, segist ekki hafa hugmynd um hvernig konurnar smygli sæðinu úr fangelinu. Hann hafi heldur engan áhuga að vita það. Sem betur fer þurfi aðeins eitt gott sæði til þess að frjóvga eggið. Sum pör geti meira að segja valið hvort þau vilji eignast strák eða stelpu. Hafi þau val verði strákur yfirleitt fyrir valinu.

Nánar á fréttavef Al Jazeera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×