Erlent

Tungljeppi Kínverja farinn af stað

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vísindamenn fögnuðu á jörðu niðri þegar Chang'e 3 lenti á tunglinu.
Vísindamenn fögnuðu á jörðu niðri þegar Chang'e 3 lenti á tunglinu. myndir/afp
Kínverska geimfarið Chang'e 3 lenti á tunglinu í dag rétt um klukkan eitt að íslenskum tíma.

Farinu var skotið á loft þann 1. desember og er um að ræða fyrsta geimfar Kínverja sem lendir á tunglinu. Lendingin er söguleg fyrir margar aðrar sakir, en um er að ræða fyrstu tungllendinguna síðan árið 1976.

Könnunarjeppinn Yutu er farinn af stað en honum er meðal annars ætlað að rannsaka þykkt og samsetningu hrauns á tunglinu. Í jeppanum er ratsjá sem sér niður á allt að 100 metra dýpi og kemur fram á bloggsíðu Stjörnufræðivefsins að upplýsingasöfnun jeppans gæti sagt okkur ýmislegt nýtt um eldgosasögu tunglsins og þar af leiðandi þróunarsögu þess.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á kínversku sjónvarpsstöðinni CCTV og á bloggsíðu Stjörnufræðivefsins.


Tengdar fréttir

Kínverjar stefna á tunglið

Senda könnunarjeppa til tunglsins í næsta mánuði. Geimstöð og mannaðar ferðir á teikniborðinu.

Kínverjar lenda á tunglinu í dag

Geimfarinu var skotið á loft þann 1. desember. Leiðangurinn er sögulegur, og er þetta í fyrsta sinn sem Kínverjar lenda á tunglinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×