Erlent

Kínverjar lenda á tunglinu í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Geimfarinu Chang'e 3 var skotið á loft þann 1. desember.
Geimfarinu Chang'e 3 var skotið á loft þann 1. desember. mynd/afp
Kínverska geimfarið Chang'e 3 lendir á tunglinu í dag, laugardag, klukkan 13:40 að íslenskum tíma, en því var skotið á loft þann 1. desember. Leiðangurinn er sögulegur, og er þetta í fyrsta sinn sem Kínverjar lenda á tunglinu.

Um borð í geimfarinu er könnunarjeppinn Yutu, eða Jade Rabbit eins og hann hefur einnig verið kallaður, og er honum meðal annars ætlað að rannsaka þykkt og samsetningu hrauns á tunglinu, en í jeppanum er ratsjá sem sér niður á allt að 100 metra dýpi. Nánar um leiðangurinn má lesa á Stjörnufræðivefnum.

Fyrirætlanir Kínverja í geimferðum eru metnaðarfullar. Þeir vilja byggja geimstöð fyrir árið 2020 og í framhaldi af því senda mann til tunglsins, en enn sem komið er búa þeir ekki yfir þeirri tækni sem til þarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×