Erlent

Björguðu 600 köttum frá því að verða étnir

MYND/AFP
Dýraverndunarsinnar björguðu hátt í sex hundruð köttum frá því að lenda á matardiskum í suðurhluta Kína fyrr í vikunni.

Kettirnir voru geymdir í nokkrum viðarkössum, og það við þröngan kost. Flutningabíll sem átti að skila köttunum til birgja í borginni Changsha lenti alvarlegu umferðarslysi á mánudaginn síðastliðinn. Rúmlega hundrað kettir fundust látnir í bílnum.

Í kjölfar rannsóknar lögreglu voru dýraverndunarsamtök kölluð á staðinn og var dýrunum komið í skjól. Ljósmyndir sem teknar voru á slysstað hafa farið sem eldur um sinu á samskiptamiðlum í Kína.

Talið er að kettirnir hafi verið geymdir í búrunum í nokkra daga, án matar og vatns.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík sending er stöðvuð í Kína. Fyrir tveimur árum komu dýraverndunarsinnar í veg fyrir að rúmlega 500 hundar kæmust á áfangastað. Öruggt þykir að hundarnir hefðu endað á veitingastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×