Erlent

Ætla að hækka laun verkafólks

Húsið var átta hæðir og hýsti margar fataverksmiðjur sem framleiddu föt fyrir nokkur helstu merki heims.
Húsið var átta hæðir og hýsti margar fataverksmiðjur sem framleiddu föt fyrir nokkur helstu merki heims. nordicphotos/afp
Ríkisstjórn Bangladess ætlar að stofna nefnd um hækkun lágmarkslauna í gríðarstórum fataiðnaði þar í landi. Nefndin mun svo leggja fram tillögur að launum innan þriggja mánaða.

Kjör verkafólks í landinu eru mjög bág þrátt fyrir mótmæli árið 2010 sem urðu til þess að vikulaun voru hækkuð um 80 prósent í 4.591 krónu.

Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að átta hæða fataverksmiðja hrundi til grunna með þeim afleiðingum að meira en 1.100 manns létust. Húsið hafði verið hækkað um þrjár hæðir án þess að tilskilin leyfi hefðu fengist. Of þungum framleiðslutækjum var svo komið fyrir á efstu hæðunum með fyrrgreindum afleiðingum. Enn finnast rotnandi, illa leikin lík sem erfitt er að bera kennsl á.

Hryllingurinn hefur orðið til þess að ráðuneyti mála sem tengjast textíliðnaði í Bangladess hefur gripið til ýmissa aðgerða, meðal annars að rannsaka ástand fataverksmiðja í landinu. Nú þegar hefur 22 verksmiðjum verið lokað tímabundið vegna óuppfylltra öryggiskrafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×