Erlent

Allt útlit fyrir stjórnarkreppu í Búlgaríu

Boiko Borisov.
Boiko Borisov.
Mið-hægriflokkurinn í Búlgaríu og helsti keppinautur þeirra, flokkur sósíalista, höfðu mest fylgi kjósenda í þingkosningum þar í landi í gær, samkvæmt útgönguspám. Hvorugur flokkurinn virtist hins vegar meirihluta til að mynda stjórn eins flokks.

Stjórnarkreppa er því yfirvofandi í Búlgaríu ef fer sem horfir. Ekki batnar þá ástandið sem efnahagskreppan hefur haft í Búlgaríu.

Kjósendur hafa dregið lögmæti kosninganna í efa og segja spillta embættismenn stjórna útkomunni. Yfir 250 alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgjast með kosningunum.

Landinu hefur verið stjórnað af utanþingsstjórn síðan Boiko Borisov sagði af sér sem forsætisráðherra í febrúar. Sá er leiðtogi mið-hægriflokksins og mun þurfa að mynda samsteypustjórn ef Sergey Sanishev, leiðtogi sósíalista, verður ekki fyrri til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×