Erlent

Snowden gögnin: Svíar njósna um Rússa fyrir Bandaríkjamenn

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. Mynd/EPA
Fjarskiptadeild sænska hersins njósnar um æðstu ráðamenn í Rússlandi, og sendir upplýsingarnar til kollega sinna í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í gögnum sem uppljóstrarinn Edward Snowden komst yfir en sænska Ríkisútvarpið hefur nú fengið aðgang að þeim gögnum sem snúa að Svíþjóð.

Af gögnunum má ráða að Svíar séu í fararbroddi þegar kemur að njósnum gegn Rússlandi og tala Bandaríkjamenn um Svía sem sína aðal-samstarfsmenn þegar komi að því að njósna um Vladimír Pútín og félaga hans í Kreml.

Gögnin sem um ræðir eru frá því í apríl á þessu ári og þar segir meðal annars að Svíar hafi komist yfir upplýsingar sem gefi einstaka innsýn inn í stjórnmálakerfi Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×