Vopnaðir menn rændu í gær sex starfsmönnum Rauða krossins og einum starfsmanni Rauða hálfmánans í Idlib héraði í Sýrlandi.
Starfsmennirnir voru í héraðinu til þess að dreifa hjálpargögnum. Óljóst er enn hverjir stóðu að baki árásinni á starfsmennina og lausnargjaldskröfur hafa ekki verið settar fram.
Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossi Íslands segir mjög alvarlegt þegar svona lagað gerist enda sé hlutleysi Rauða krossins víðast hvar virt og viðurkennt.

