Erlent

Sextíu slasaðir eftir árás píranafiska í Argentínu

Talið er að hitabylgja hafi ollið þessari óvenjulegu hegðun píranafiskann.
Talið er að hitabylgja hafi ollið þessari óvenjulegu hegðun píranafiskann. mynd/afp
Meira en 60 manns slösuðust í námundan við borgina Rosario í Argentínu á jóladag þegar óðir píranafiskar söfnuðust saman í fljóti og gerðu árás á fólk sem hafði leitað þangað til að kæla sig niður vegna hitabylgju sem nú gengur yfir svæðið.

Borgin Rosario er rúmlega 300 kílómetra norðan af Buenos Aires en hitabylgja hefur gengið yfir svæðið og hitastig verið í kringum 38 gráður. Það hefur orðið þess valdandi að óvenjumikill fjöldi fólks hefur leitað í vatnið til að kæla sig niður en er talið að píranafiskarnir hafi einmitt safnast saman á yfirborðið vegna þess hve hitastigið er óvenjulegt. Fljótið sem um ræðir heitir Píranafljót og ber heitið af ástæðu, enda fljótið krökkt af kjötætufisk.

Heilsugæslustarfsmaður á svæðinu, Gustavo Centurion, sagði í samtali við fréttastofu AFP að árásin hafi verið einkar harðfylgin og að fiskarnir hafi beinlínis bitið hold af fólki. Þá hafi stúlka misst hluta af fingri í árásinni.

Á vef Vísindavefsins segir að flestar tegundir píranafiska stunda hræát frekar en að drepa sér til matar auk þess sem ein ættkvíslin, Catoprion, nartar aðallega af hreistri eða uggum annarra fiska. Sú ímynd sem almenningur hafi af píranafiskum eigi sér vart stoð í raunverulegu eðli þessara fiska því píranafiskar ráðist afar sjaldan á stór spendýr og árásir á menn séu mjög sjaldgæfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×