Umfangsmiklar rannsóknir á loftsteinahrapinu yfir borginni Chelyabinsk við Úralfjöll í Rússlandi eru hafnar. Hátt í tuttugu þúsund manns vinna nú að rannsóknarstörfum á svæðinu.
Rúmlega eitt þúsund manns eru sárir eftir að tíu tonna loftstein hrapaði yfir borginni og sprakk í loft upp í gær.
Samkvæmt upplýsingum sem Geimvísindastofnun Rússlandi birti á vefsvæði sínu í nótt er áætlað að loftsteinninn hafi verið á yfir fimmtíu þúsund kílómetra hraða þegar hann braut sér í leið inn í lofthjúp jarðar.
Kraftur sprengingarinnar var á við tuttugu kjarnorkusprengjur. Kafarar leita nú að leita nú leifum loftsteinsins en grunur leikur á að nokkur brot hafi hafnað í í Tjebarkul-vatninu.
