Þjálfari Hólmfríðar vill stilla upp litlum myndavélum á öllum leikjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:30 Hólmfríður og félagar fögnuðu sigrinum um helgina vel. Mynd/Aðsend „Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
„Þegar það er sjónvarpsleikur er lágmark að skora fjögur mörk,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir eldhress. Landsliðskonan skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri Avaldsnes á Vålerenga í undanúrslitum norska bikarsins um helgina. Hólmfríður skoraði fjögur mörk í 5-0 sigri á Kolbotn fyrir tveimur vikum en leikurinn átti það sameiginlegt með leiknum um helgina að hann var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þjálfarinn var að grínast með að setja upp litlar myndavélar í kringum vellina á öllum leikjum okkar svo ég haldi áfram að skora,“ segir Hólmfríður og hlær. Hún viðurkennir þó að eiga auðveldara með að gíra sig upp fyrir sjónvarpsleiki þar sem hún veit að margir eru að fylgjast með. Hólmfríður spilaði á vinstri kantinum í leiknum en segist svolítið hafa verið látin flakka kantanna á milli undanfarið. Hún kann betur við sig á vinstri kantinum enda hafi það verið hennar styrkleiki að koma af kantinum og skjóta á markið með hægri fæti. „Ég spila samt þar sem ég er beðin um að spila.“Hólmfríður og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með Avaldsnes líkt og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Mist Edvardsdóttir.Mynd/InstagramEftir erfiða byrjun á leiktíðinni hefur Avaldsnes bætt leik sinn til muna eftir hléið vegna Evrópumótsins í sumar. Munar þar miklu um fjölmarga erlenda leikmenn sem fengnir voru til félagsins í hléinu. Áströlsk landsliðskona komst til að mynda ekki í leikmannahópinn og er nú farin heim. „Það er gaman að hafa samkeppni og það heldur manni á tánum. Ég er keppnismanneskja og það verður að taka því ef maður lendir í mótlæti. Þá þarf að spýta í lófana. Þannig er það hjá Avaldsnes og ég kann vel við það.“ Íslendingaliðið mætir Stabæk í úrslitaleik á Ullevål í Ósló þann 23. nóvember. Um mikla bikarhelgi er að ræða þar sem kvennaleikurinn fer fram á laugardegi og karlaleikurinn á sunnudegi. Stabæk hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn verður afar erfiður að sögn Hólmfríðar. „Það er samt skemmtilegast að spila stóru leikina og hann verður í beinni. Þá er pressa á mér að skora fjögur mörk,“ segir kantmaðurinn og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn