Enski boltinn

Cole framlengir við Chelsea

Það var fastlega búist við því að enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole myndi yfirgefa Chelsea í sumar en af því verður ekki.

Cole er búinn að samþykkja nýtt samningstilboð félagsins sem er til eins árs. Cole er orðinn 32 ára gamall.

Bakvörðuinn hefur spilað 99 landsleiki fyrir England og hefur verið í herbúðum Chelsea síðan árið 2006 er hann kom til félagsins frá Arsenal.

Skrifað verður undir nýja samninginn í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×