Erlent

Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu

Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást.

Myndband náðist af atvikinu og er óhætt að segja að það sé það æsilegasta sem hefur náðst í langan tíma.

Dogan, sem er leiðtogi stjórnmálahreyfingarinnar Frelsishreyfingarinnar (Movement for Rights and Freedoms) hélt ræðu á ráðstefnu í dag í höfuðborg Búlgaríu, Sófíu. Skyndilega kemur maðurinn, sem er 25 ára gamall, stormandi að honum.

Hann beinir byssu að höfði Dogan, togar í gikkinn, en byssan virkar ekki. Dogan ræðst þá samstundis á manninn, áður en honum tekst að hleypa öðru skoti af. Í kjölfarið koma lífverðir Dogans og aðrir fulltrúar á ráðstefnunni honum til bjargar.

Mikill glundroði verður í salnum, og má sjá hóp lífvarðar og ráðstefnugesta ganga hrottalega í skrokk á tilræðismanninum þar sem hann liggur á gólfinu.

Dogan hefur verið leiðtogi hreyfingarinnar í 25 ár og er einn af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogunum í Austur-Evrópu.

En auðvitað er sjón sögu ríkari, myndbandið er hreint út sagt með ólíkindum. Við vörum samt viðkvæma við myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×