Yfirlögregluþjónn vill lögleiða fíkniefni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 13:12 Hér sést Barton með mynd af Al Capone. Mynd/Mirror Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira