Yfirlögregluþjónn vill lögleiða fíkniefni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 13:12 Hér sést Barton með mynd af Al Capone. Mynd/Mirror Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Englandi kallar eftir því að eiturlyf í A-klassa verði gerð lögleg og að eiturlyfjastefna landsins verði endurskoðuð. Frá þessu greinir á vef The Guardian. Yfirlögregluþjónninn, Mike Barton, starfar í Durham. Hann er einn af reyndustu baráttumönnum Englendinga gegn glæpum og hefur sett af stað framtak í því skyni að brjóta upp tengslanet glæpagengja í Durham. Á svæðinu þar sem hann starfar mældist 14 prósenta fækkun í heildarfjölda glæpa snemma á árinu. Hann hefur lagt til að heilbrigðisyfirvöld gætu séð fíklum fyrir eiturlyfjum. Það myndi þá þýða að eiturlyfjasalar gætu ekki lengur einokað markaðinn og glæpagengi myndu verða af þeim tekjum sem sala á eiturlyfjum sér þeim nú fyrir. Barton ber eiturlyfjabannið við bannið gegn áfengi snemma á 20. öldinni en það hafði þau áhrif að mafían með Al Capone í fararbroddi varð valdamikil. Barton heldur því fram að það að gera eiturlyfjasölu ólöglega hafi fitað buddu glæpagengja um milljarði punda. Þeir sem sammála eru Barton um að breyta þurfi eiturlyfjastefnunni hrósa Barton í hástert og segja þessa gagnrýni hans á óbreytt ástand hugrakka og skynsamlega. „Ef að fíkill gæti nálgast eiturlyf í gegnum heilbrigðisyfirvöld eða eitthvað álíka, þá myndu þeir ekki þurfa að fara út og kaupa ólögleg efni,“ skrifar Barton í grein sem birtist í The Observer. „Ekki öll glæpagengi byggja afkomu sína á eiturlyfjasölu, en af minni reynslu að dæma gera þó flest það. Þannig að ef við bjóðum upp á nýja leið fyrir fíkla til þess að nálgast efnin erum við að klippa á tekjustreymi gengjanna.“ Hann segist þó ekki vera talsmaður þess að sala fíkniefna eigi að vera frjáls. „Það sem ég er að segja er að fíkniefnum ætti að vera stjórnað.“ Hann tekur dæmi um að ef að fíkniefni væru afgreidd af læknum þá myndi útbreiðsla lifrarbólgu C og eyðni minnka meðal sprautufíkla. Barton sagði að ólíkt þeim sem selja fíkniefni ætti ekki að refsa fíklum fyrir lögbrot. „Það þarf að huga að þeim og meðhöndla þá og hvetja þá til þess að brjótast út úr hringrás fíknarinnar. Það þarf ekki að refsa þeim.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira