31 þáttur á Stöð 2 tilnefndur til Emmy-verðlaunanna 24. júlí 2013 15:15 Breaking Bad Listi yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna hefur nú verið opinberaður. Verðlaunin verða veitt í september, en að vanda er stór hluti þáttanna sem eru tilnefndir sýndur á Stöð 2. Breaking Bad fær ellefu tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Eins fyrir besta dramaþáttinn, handritsgerð og leikstjórn. Þættirnir fjalla um efnafræðikennara í framhaldsskóla sem snýr sér að glæpastarfsemi til að sjá fjölskyldunni sinni farborða. Þættirnir hafa áður hlotið sjö Emmy-verðlaun. Game of Thrones fær einnig ellefu tilnefningar, þar á meðal í flokki dramaþátta, leikara í aukahlutverkum, handritsgerðar og búningahönnunar. Um er að ræða fantasíu sem fjallar um sjö fjölskyldur sem berjast um yfirráð yfir hinu goðsögulega landi Westeros. Þættirnir hafa áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Homeland hlýtur tíu tilnefningar, þar á meðal í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórnar og handritsgerðar. Þátturinn hefur áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Mad Men hlýtur einnig tíu tilnefningar, meðal annars í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum. Modern Family fær líka tíu tilnefningar en þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda frá upphafi. Flestir hinna fullorðnu leikara eru tilnefndir fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Stöð 2 sýnir 31 af þeim þáttum sem tilnefndir eru til verðlaunanna. Fyrir utan þá sem taldir voru upp hér að ofan má nefna The Big Bang Theory, Boardwalk Empire og Louie, sem hver um sig fær sex tilnefningar, Girls og Veep, sem fá fá fimm tilnefningar og Glee, sem fær fjórar. Auk þess hljóta þættirnir Arrested Development, The Newsroom, How I Met Your Mother, Nashville, So You Think You Can Dance, Two And A Half Men og 2Broke Girls tilnefningar, svo einhverjir séu nefndir. Nánari upplýsingar um Emmy-tilnefningarnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Listi yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna hefur nú verið opinberaður. Verðlaunin verða veitt í september, en að vanda er stór hluti þáttanna sem eru tilnefndir sýndur á Stöð 2. Breaking Bad fær ellefu tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Eins fyrir besta dramaþáttinn, handritsgerð og leikstjórn. Þættirnir fjalla um efnafræðikennara í framhaldsskóla sem snýr sér að glæpastarfsemi til að sjá fjölskyldunni sinni farborða. Þættirnir hafa áður hlotið sjö Emmy-verðlaun. Game of Thrones fær einnig ellefu tilnefningar, þar á meðal í flokki dramaþátta, leikara í aukahlutverkum, handritsgerðar og búningahönnunar. Um er að ræða fantasíu sem fjallar um sjö fjölskyldur sem berjast um yfirráð yfir hinu goðsögulega landi Westeros. Þættirnir hafa áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Homeland hlýtur tíu tilnefningar, þar á meðal í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórnar og handritsgerðar. Þátturinn hefur áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Mad Men hlýtur einnig tíu tilnefningar, meðal annars í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum. Modern Family fær líka tíu tilnefningar en þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda frá upphafi. Flestir hinna fullorðnu leikara eru tilnefndir fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Stöð 2 sýnir 31 af þeim þáttum sem tilnefndir eru til verðlaunanna. Fyrir utan þá sem taldir voru upp hér að ofan má nefna The Big Bang Theory, Boardwalk Empire og Louie, sem hver um sig fær sex tilnefningar, Girls og Veep, sem fá fá fimm tilnefningar og Glee, sem fær fjórar. Auk þess hljóta þættirnir Arrested Development, The Newsroom, How I Met Your Mother, Nashville, So You Think You Can Dance, Two And A Half Men og 2Broke Girls tilnefningar, svo einhverjir séu nefndir. Nánari upplýsingar um Emmy-tilnefningarnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira