Erlent

Kommúnistastjórnin reyklaus

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á þessari mynd, frá því í fyrravor, sjást fulltrúar á fundi í Höll fólksins í Peking nýta fundarhlé til að svala fíkn sinni.
Á þessari mynd, frá því í fyrravor, sjást fulltrúar á fundi í Höll fólksins í Peking nýta fundarhlé til að svala fíkn sinni. Fréttablaðið/AP
Kínastjórn hefur blásið til nýs átaks til að draga úr reykingum í landinu. Hvergi í heiminum eru fleiri ánetjaðir sígarettum. Til að bregðast við hefur stjórnin nú bannað opinberum starfsmönnum að reykja á almannafæri.

Að þessu sinni kemur tilskipunin frá æðstu stjórn Kommúnistaflokksins og ríkisstjórninni.

Þar til innanríkisráðuneyti Kína og miðstjórn Kommúnistaflokksins sendu frá sér tilkynningu á sunnudag höfðu tilraunir til að draga úr reykingum einskorðast við borgar- og sveitarstjórnir.

Heilbrigðisráðuneytið sendi reyndar árið 2011 frá sér leiðbeiningar um að ekki mætti reykja á vissum stöðum, svo sem á hótelum og á veitingastöðum, en þær voru gagnrýndar fyrir skort á viðurlögum og leiðbeiningum um hvernig ætti að framfylgja þeim.

Nýju reglurnar, sem vonast er til að séu undanfari alhliða banns við reykingum á opinberum stöðum, þrýsta á opinbera starfsmenn að fara á undan með góðu fordæmi og drepa í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×