Erlent

Auschwitz-skilti til Póllands

Freyr Bjarnason skrifar
Skilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna er komið aftur til Póllands.
Skilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna er komið aftur til Póllands. Mynd/AP
Stjórnendur Auschwitz-Birkenau-safnsins segja að helmingur hins sögufræga skiltis útrýmingarbúðanna, sem hafði verið í láni í Bandaríkjunum, sé kominn aftur til Póllands.

Skiltið hafði verið í tvo áratugi í bandaríska helfararsafninu í Washington og vildu forsvarsmenn þess halda því lengur. Pólskar reglugerðir sem voru samþykktar árið 2003 leyfa aðeins fimm ára lán. Skömmu síðar óskuðu pólsk stjórnvöld eftir því að fá skiltið til baka.

Eftir áralangar samningaviðræður samþykkti bandaríska safnið loksins að láta það af hendi í október síðastliðnum.

Nasistar drápu um 1,5 milljónir manna, aðallega Gyðinga, í útrýmingarbúðunum í Auschwitz-Birkenau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×