Erlent

Táningunum finnst Facebook ekki lengur svöl

Brjánn Jónasson skrifar
Stundin sem margir táningar ákveða að hætta að nota Facebook er þegar þeir fá vinabeiðni frá móður sinni.
Stundin sem margir táningar ákveða að hætta að nota Facebook er þegar þeir fá vinabeiðni frá móður sinni. Fréttablaðið/gva
Táningum þykir ekki lengur svalt að vera á Facebook og sækja frekar í að eiga samskipti við jafnaldra á öðrum félagsmiðlum á netinu. Þetta sýnir viðamikil evrópsk rannsókn samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian.

„Það er ekki bara farið að halla undan fæti hjá Facebook, hún er eiginlega bæði dauð og grafin,“ skrifar mannfræðingurinn Daniel Miller um niðurstöðurnar. „Facebook er ekki lengur svöl.“

Hann segir að unglingum finnist mörgum vandræðalegt að vera á Facebook. Þeir vilji frekar nota síður á borð við Twitter, Instagram, WhatsApp og Snapchat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×