Erlent

Fá sakaruppgjöf í Rússlandi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Anthony Perret er einn þeirra sem hafa fengið vegabréfsáritun.
Anthony Perret er einn þeirra sem hafa fengið vegabréfsáritun. Mynd/AP
Rússnesk yfirvöld leyfðu 30 meðlimum Greenpeace-samtakanna að yfirgefa landið og felldu niður kærur gegn þeim vegna mótmæla við olíuborpall við Norðurskautið.

Mótmælendurnir voru handteknir í september og voru í haldi í tvo mánuði í fangelsi áður en þeim var sleppt gegn lausnargjaldi í nóvember.

Rússneska þingið hefur sett lög um sakaruppgjöf sem litið hefur verið á sem tilraun til að sefa gagnrýni á stöðu mannréttinda í landinu fyrir vetrar ólympíuleikana 2014.

Mótmælendurnir fengu vegabréfsáritanir til að gera þeim kleift að yfirgefa landið. Sá fyrsti af mótmælendunum sem fékk sína áritun í gær var Anthony Perrett sem sagði í yfirlýsingu sem gefin var út af hópnum að þetta væri lokaskrefið.

„Ég fer heim til mín til Wales eins fljótt og hægt er, virkilega stoltur af því sem ég gerði fyrir þremur mánuðum síðan," sagði Perrett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×