Erlent

Ráðist á mótmælendur í Kíev

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Andófskonunni Tetíönu Tsjernóvíl var misþyrmt á jóladag.
Andófskonunni Tetíönu Tsjernóvíl var misþyrmt á jóladag. Mynd/AP
Mikilsmetinn úkraínskur aðgerðarsinni og blaðamaður, Tetíana Tsjernóvíl, varð fyrir alvarlegri líkamsárás á jóladag rétt fyrir utan höfuðborgina Kíev.

Tsjernovíl hefur verið ein af forsprökkum mótmælahreyfingarinnar í landinu varð fyrir árásinni á leið heim til sín þegar nokkrir menn réðust að henni. Hún hlaut heilahristing og beinbrot í andliti.

Árásin er ein af mörgum í röð árása á aðgerðarsinna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar eftir mótmæli sem staðið hafa vikum saman. Mótmælendur krefjast afsagnar Viktors Janúkóvits forseta og ríkisstjórnar hans.

Mótmælin hafa staðið yfir í meira en mánuð eftir að forsetinn ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úkraínu og ESB.

Forsetinn gerði síðar samning við Rússa um að þeir kaupi úkraínsk skuldabréf og lækki verð á gasi til Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×