Erlent

Fátt um ferðamenn í Betlehem

Kaþólskur prestur sveiflar reykelsiskeri við sunnudagsmessu í Betlehem í gær.
Kaþólskur prestur sveiflar reykelsiskeri við sunnudagsmessu í Betlehem í gær. Nordicphotos/AFP
Í bænum Betlehem, sem er á herteknu svæðunum á Vesturbakka Jórdanár, hefur mannlífið verið heldur dapurt síðustu árin. Kristnum íbúum borgarinnar hefur fækkað jafnt og þétt og ferðamenn hafa verið tregir til að koma.

Þá hafa sívaxandi byggðir ísraelskra landtökumanna á hæðunum í kring sett sinn svip á bæjarbraginn, auk þess sem aðskilnaðarmúrinn umlykur nú allt og eftirlitsstöðvar ísraelska hersins tefja allar ferðir manna.

Sama eljan og fyrr er þó enn sýnd við jólaundirbúning kristnu söfnuðanna, en miðpunktur þeirra er Fæðingarkirkjan sem margir kristnir menn telja að sé reist á nákvæmlega þeim stað sem Jesú Kristur var fæddur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×