Erlent

Spænska ríkið vinnur í happdrætti

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Starfsfólk á bensínstöð á Kanaríeyjum splæsti í freyðivín eftir að hafa fengið 125 þúsund evrur í vinning.
Starfsfólk á bensínstöð á Kanaríeyjum splæsti í freyðivín eftir að hafa fengið 125 þúsund evrur í vinning. Mynd/AP
Milljónir Spánverja fylgdust með hinu árlega jólahappdrætti í gær, fjögurra tíma sjónvarpsútsendingu sem bjargaði jólunum hjá allstórum hópi fólks.

Stóri vinningurinn, sem Spánverjar nefna El gordo, eða „hinn feita“, kom í hlut að minnsta kosti átta vinningshafa og fær hver þeirra þetta árið í sinn hlut 400 þúsund evrur, jafnvirði 64 milljóna króna.

Spænska ríkið hefur hins vegar gripið til þess ráðs að skattleggja vinningana, vegna kreppunnar sem enn hrjáir Spánverja, og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Ríkissjóður fær því þetta árið í sinn hlut 20 prósent af þeim 2,5 milljörðum evra sem greiddar voru út, eða fimm milljarða evra. Það jafngildir 800 milljörðum króna sem renna beint í ríkissjóðinn.

Annar vinningur í happdrættinu var 125 þúsund evrur, eða 20 milljónir króna.

Fyrir kreppuna, sem hófst 2008, sögðust vinningshafar iðulega ætla að nota peninginn til að kaupa sér bíl eða sumarbústað, eða fara í löng ferðalög.

Töluvert annað hljóð er nú komið í strokkinn. Flestir vinningshafar virðast ætla að nota peninginn fyrst og fremst til að greiða niður húsnæðisskuldir sínar og sjá svo til með afganginn ef einhver er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×